Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 19:02:18 (5551)

2001-03-12 19:02:18# 126. lþ. 86.16 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[19:02]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það sem ég sé fyrst og fremst að Evrópusambandið hafi fært okkur er að það hefur skert möguleika okkar til að taka lýðræðislegar ákvarðanir, t.d. á þessu sviði þar sem okkur er stillt upp við vegg og sagt að við verðum að framkvæma á þennan veg.

Það er alveg rétt að ég tók dæmin frá Bandaríkjunum en ekki frá Evrópu. En nú eru menn í Evrópu að halda inn á þessa bandarísku vegferð gegn mjög hörðum andmælum verkalýðshreyfingar í Evrópu sem telur að þetta muni leiða til misræmis, misvægis og fjöldauppsagna. Því miður er reyndin að verða sú.