Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 19:06:49 (5554)

2001-03-12 19:06:49# 126. lþ. 86.16 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, ÁRÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[19:06]

Árni R. Árnason (andsvar):

Herra forseti. Ég held að það sé nauðsynlegt að við áttum okkur á þeirri staðreynd úr viðskiptalífinu að fyrirtæki sem starfa í samkeppni hafa strangara aðhald um verðlagningu og gæði en hin sem starfa við einokun, hver svo sem eigandinn reynist vera.

Hins vegar er rétt að benda á að ein meginforsenda þess að skapa samkeppni í raforkustarfsemi er sú að raforkan er í öðrum löndum þegar farin að keppa við aðrar orkutegundir, aðra orkumiðla og aðrar orkulindir. Það mun verða á Íslandi á næstu áratugum ef sá draumur rætist að við verðum vetnisþjóð.