Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Mánudaginn 12. mars 2001, kl. 19:07:30 (5555)

2001-03-12 19:07:30# 126. lþ. 86.16 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 86. fundur, 126. lþ.

[19:07]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að samkeppni getur veitt fyrirtækjum aðhald. Ég endurtek aftur á móti að reynslan hefur verið sú að þar sem farið er út á þessa braut þá sitja menn á endanum uppi með einokun. Í grunnþjónustu af þessu tagi, hvort sem er raforkuframleiðsla eða önnur veitustarfsemi, menn hafa haft hugmyndaflug til þess að einkavæða hana líka, t.d. hafa menn í Bretlandi og víðar í Evrópu á endanum setið uppi með einokun, lakari þjónustu og hærra verð fyrir notendur, hvort sem þeir greiða það beint eða í gegnum skatta.