Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 15:10:41 (5585)

2001-03-13 15:10:41# 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[15:10]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Ég þarf aðeins fáeinar sekúndur til að segja það sem ég vil að segja. Ég vil tryggja lýðræðisleg áhrif á Íslandi. Ég vil koma í veg fyrir að völd og fjármagn safnist á örfáar hendur. Það er hins vegar að gerast með vaxandi misskiptingu sem mér finnst allir ábyrgir menn eiga að hafa áhyggjur af.

Eitt vil ég leiðrétta hjá hv. þm. Hann heldur því fram að ríkiskerfin í Kanada og á Norðurlöndum hafi ekki tekið þessa banka í sína vörslu en það er rangt hjá honum. Það gerðu þeir, a.m.k. í Noregi, þótt þeir hafi síðar tekið ákvörðun um að losa þá úr sínum höndum að nýju. Ríkið axlaði sína ábyrgð á sínum tíma. Ég hef talað fyrir því að þar sem ábyrgðin er fyrir hendi, þar eigi áhrifin einnig að vera til staðar. Það er eðlileg, lýðræðisleg krafa.