Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 17:28:42 (5620)

2001-03-13 17:28:42# 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., JB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[17:28]

Jón Bjarnason (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. færist nú nær mínum sjónarmiðum í orði. Ég fagna því. Hins vegar held ég varðandi leiðina að þeim markmiðum sem hann nefndi sé hann áfram á sömu braut. Ég harma það reyndar. Varðandi þá staði sem ég nefndi þá býst ég við og vona að þar sé hagkvæmt að reka bankaþjónustu.

Upp úr stendur, herra forseti, að það er lögð rík áhersla á að kveða á um hagkvæmni, arðsemi og slíkt í lögum, sem ég held að sé fyrir okkur öllum sé sjálfsagður hlutur. Ég held að það eigi að vera hornsteinn í öllum rekstri en, eins og hv. þm. minntist á, ber einnig að líta á það að einn af hornsteinunum fyrir rekstri er að hann gangi vel. Því ætti að láta það standa jafnfætis í þeim lögum sem skapa umgjörð fyrir svona atvinnustarfsemi.