Stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 18:21:13 (5632)

2001-03-13 18:21:13# 126. lþ. 87.5 fundur 521. mál: #A stofnun hlutafélaga um Landsbanka Íslands og Búnaðarbanka Íslands# (sala hlutafjár ríkissjóðs) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[18:21]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hvað varðar Íslandsbanka, þá nýtti hann starfsmannaveltu þannig að ég held að hv. þm. megi ekki gefa sér það að ef bankar séu einkavæddir, þá muni starfsfólki vera sagt upp. Ég held að ekki sé rétt að gefa sér það.

Í sambandi við það að eiga aðild að bankaráðum þá sagði ég að mér fyndist það mál sem þyrfti að taka upp á breiðari grundvelli því ekki eigi bara að eiga við fjármálastofnanir heldur miklu fleiri stofnanir. Ég veit að þetta er með öðrum hætti annars staðar á Norðurlöndunum. Þetta er umræða sem þarf að fara fram í samfélaginu. Ég er alveg sammála hv. þm. um það. En það hlýtur þá að eiga að varða fleiri fyrirtæki.

Hv. þm. telur að tvö ár sé ekki rétt að hafa sem markmið til þess að selja. Ég vil spyrja: Hver er stefna Samfylkingarinnar í þeim efnum? Mér fannst hv. þm. Lúðvík Bergvinsson tala í allt aðra átt þannig að ég vildi þá gjarnan fá að heyra stefnu Samfylkingarinnar um það hvernig eigi að fara í þessa sölu.