Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 19:23:31 (5656)

2001-03-13 19:23:31# 126. lþ. 87.6 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[19:23]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að það verði að gilda í þessum efnum eins og almennt er að ákvæðið sé ekki afturvirkt. Þess vegna gildi þetta ekki um ríkið. En ég veit ekki alveg hvað hv. þm. er að fara þegar hann er eiginlega að beina því til mín að eðlilegt væri að ríkið slái eitthvað af kröfum sínum í sambandi við fjölda í bankaráðum. Um um það gilda náttúrlega reglur, hlutafélagareglur, og það hlýtur að fara eftir hlut hvers og eins hversu marga fulltrúa hann á í bankaráði. (Gripið fram í.) En aðferðin til að koma ríkinu út úr þessu öllu saman eins og hv. þm. veit er náttúrlega sú að selja.

En ég vil einnig taka fram að eins og þessu er háttað í dag er það almennt þannig að eigendur, aðrir en ríkið, eiga innan við 10% í bönkum.