Eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 20:42:33 (5667)

2001-03-13 20:42:33# 126. lþ. 87.6 fundur 522. mál: #A eigendur virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum# (breyting ýmissa laga) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[20:42]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Þetta var athyglisverð ræða fyrir margra hluta sakir. Mig langar að beina þeirri spurningu til hv. þm. Jóhanns Ársælssonar í ljósi þess að hann talar um nauðsyn þess að takmarka eignarhlut ef ekki verði hægt að takmarka atkvæðisrétt eða binda hann við eitthvert tiltekið hámark. Er hann að taka undir meginsjónarmiðin í frv. þingflokks Vinstri hreyfingarinnar -- græns framboðs sem lagt var fram á síðasta þingi, um að eignarhlutur hvers aðila um sig verði bundinn við tiltekið hámark, t.d. 8%?