Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 13. mars 2001, kl. 21:36:20 (5688)

2001-03-13 21:36:20# 126. lþ. 87.7 fundur 523. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (verðtryggðar eignir og skuldir) frv., JóhS (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 87. fundur, 126. lþ.

[21:36]

Jóhanna Sigurðardóttir (andsvar):

Herra forseti. Þetta staðfestir nákvæmlega það sem ég var að segja í upphafi máls míns að það var ekki eðlilegt að taka þetta mál á dagskrá. Þetta átti auðvitað að taka samhliða því frv. sem var dreift að því er ég best veit á undir þeirri umræðu sem við höfum setið hér í í dag og samkvæmt eðli máls hefur þingmönnum sem hér hafa setið ekki gefist færi á að fletta því frv. eða skoða það. Mér fannst það hálfgerðir útúrsnúningar hjá hæstv. ráðherra í lokin að geta ekki svarað eðlilegri fyrirspurn og koma með köpuryrði um það að ég yrði bara að bíða hér spennt eftir því hvað stæði í þessu frv., herra forseti. Mér finnst það hálfgerður dónaskapur af hæstv. ráðherra að geta þá ekki svarað vegna þess að væntanlega hefur hæstv. ráðherra lesið frv. og ætti því að geta svarað þeirri fyrirspurn sem ég beindi til ráðherrans. Ég ætla því að ítreka hana, herra forseti, þar sem mér finnst hæstv. ráðherra ekki sýna hv. þingmönnum þá kurteisi sem hún á að gera.

(Forseti (HBl): Ég tek til greina þá athugasemd hv. þm. að eðlilegt er að þessi tvö frumvörp ræðist saman. Því er umræðunni frestað.)