Viðbrögð við gin- og klaufaveiki

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 13:46:28 (5698)

2001-03-14 13:46:28# 126. lþ. 88.91 fundur 376#B viðbrögð við gin- og klaufaveiki# (aths. um störf þingsins), TIO (ber af sér sakir)
[prenta uppsett í dálka] 88. fundur, 126. lþ.

[13:46]

Tómas Ingi Olrich:

Herra forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason heyrir greinilega ekki það sem sagt er eða heyrir einungis það sem hann vill að sagt sé. Enginn hefur sagt að þetta mál komi þinginu ekki við. Hvers lags útúrsnúningur er þetta? Aðeins hefur verið bent á það hér að einmitt þar sem þetta mál kemur þinginu við þá er ákveðinn farvegur til fyrir fyrirspurnir í þessu máli. Hv. þm. hefur sjálfur ekki gefið skýringu á því hvers vegna hann nýtir ekki þá farvegi sem til eru, m.a. með því að leggja fsp. fyrir landbrh. í fyrirspurnatíma. (Gripið fram í: Bíða í hálfan mánuð?)