Húsnæðismál

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 14:15:06 (5710)

2001-03-14 14:15:06# 126. lþ. 89.2 fundur 458. mál: #A húsnæðismál# fsp. (til munnl.) frá félmrh., KVM
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[14:15]

Karl V. Matthíasson:

Herra forseti. Hér er verið að ræða mjög alvarlegt vandamál. Það vantar íbúðir fyrir fólk sem ekki hefur mikil ráð og þarf að komast í ódýrt leiguhúsnæði og það er náttúrlega nauðsynlegt að bregaðst við því. Þetta er ákveðinn húsnæðisvandi.

En það er líka annar húsnæðisvandi sem blasir við og hann er sá að hér á landi er til fullt af íbúðum sem hafa verið byggðar og reistar en standa tómar og liggja undir skemmdum víða um land. Það er mikill vandi. Því miður má rekja þann vanda til þess að ríkisstjórnin stendur sig ekki nógu vel í að vera með góða og jákvæða byggðaþróun þannig að fólk hafi áhuga á því að fara út á land --- það hefur náttúrlega áhuga á því en það verða að vera tækifæri til þess. Þetta verða menn líka að hafa í huga þegar fjallað er um þessi mál.