Rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 15:01:11 (5732)

2001-03-14 15:01:11# 126. lþ. 89.5 fundur 497. mál: #A rannsókn á áhrifum háspennulína á mannslíkamann# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., MF
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[15:01]

Margrét Frímannsdóttir:

Virðulegi forseti. Ég þakka hv. þm. Drífu Hjartardóttur fyrir að taka þetta upp hér en vek hins vegar athygli á því að það virðist vera þannig að hv. þm. hafi lesið allt aðrar niðurstöður úr þeirri rannsókn sem gerð var af Bretunum sem ég hef reyndar séð líka og er sammála þeirri túlkun sem fram kemur hjá hv. þm. Drífu Hjartardóttur varðandi niðurstöður um áhrifin af nábýli við rafspennu- og háspennulínur á mannfólkið. Hæstv. ráðherra dró hins vegar allt aðrar ályktanir af þeim niðurstöðum sem lesa má út úr þessum rannsóknum.