Kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga

Miðvikudaginn 14. mars 2001, kl. 15:46:23 (5753)

2001-03-14 15:46:23# 126. lþ. 89.9 fundur 518. mál: #A kostnaðarskipting ríkis og sveitarfélaga# fsp. (til munnl.) frá heilbrrh., RG
[prenta uppsett í dálka] 89. fundur, 126. lþ.

[15:46]

Rannveig Guðmundsdóttir:

Virðulegi forseti. Þetta er stórpólitísk fyrirspurn sem Margrét Frímannsdóttir ber hér fram vegna þess að hún kemur inn á þann viðkvæma þátt sem er samkrull ríkis og sveitarfélaga um stórverkefni og sannarlega á það við þegar heilbrigðisþjónustan er annars vegar. Það er alveg ljóst af orðum ráðherrans að það er túlkað sem meiri háttar viðhald þegar eitthvað kemur upp sem heyrir í raun og veru undir stofnkostnað en er ekki eitthvað fyrir á fjárlögum og nokkuð skýrt nú eftir að það kom fram í seinna svari ráðherrans. En það sem er merkilegt og kemur fram í orðum ráðherrans og ég fagna, er að það er greinilegt að þar sem hún tekur málið upp í ríkisstjórn í kjölfar þess að gera umræddan samning við Reykjavíkurborg þá hefur hún verið að leggja til að það sama gildi um önnur sveitarfélög. Það er meiri háttar mál að mega skilja ráðherrann svo að í framtíðinni megi reikna með því að þessi 15% hlutdeild sveitarfélaga verði felld niður.