Samningur um opinber innkaup

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 12:14:11 (5817)

2001-03-15 12:14:11# 126. lþ. 90.2 fundur 565. mál: #A samningur um opinber innkaup# þál., RG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[12:14]

Rannveig Guðmundsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Þar sem ég á sæti í utanrmn. mun ég fá tækifæri til að taka þátt í að skoða málið þar. En ég skil hæstv. utanrrh. þannig að það séu þá fleiri ríki sem geta komið að málum hjá okkur, boðið í verk, væntanlega er það fyrst og fremst að okkur er boðið eitthvað til kaups og ef svo bæri undir gætum við sömuleiðis verið að beina málum okkar að fleiri ríkjum. Ég skil hann þannig.