Stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 13:32:56 (5823)

2001-03-15 13:32:56# 126. lþ. 90.1 fundur 520. mál: #A stofnun hlutafélags um Hitaveitu Suðurnesja# frv. 10/2001, ÁSJ (grein fyrir atkvæði)
[prenta uppsett í dálka] 90. fundur, 126. lþ.

[13:32]

Árni Steinar Jóhannsson:

Virðulegi forseti. Við hjá Vinstri hreyfingunni -- grænu framboði höfum í morgun við 2. umr. gert ítarlega grein fyrir þeim fyrirvörum sem við setjum varðandi þetta mál. Þeir fyrirvarar voru nauðsynlegir að okkar mati, varða störf Alþingis og rekstrarlegt umhverfi orkufyrirtækja.

(Forseti (ÍGP): Má ég biðja hv. þm. að gefa betra hljóð.)

Við umræðuna um orkulög sem fram fer innan tíðar munum við halda þessum sjónarmiðum okkar til streitu. Megi nýtt orkufyrirtæki Suðurnesjamanna og Hafnfirðinga dafna á nýjum grunni, íbúum svæðisins til hagsbóta. Ég segi já.