Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 15:19:33 (5842)

2001-03-15 15:19:33# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[15:19]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Hv. þm. byrjaði að nefna einstæða móður sem er að koma yfir sig húsnæði, sem ætti mjög erfitt. Hvernig væri að lækka skattana á þetta fólk, herra forseti? Þetta fólk er að borga vaxtabæturnar til hátekjufólksins sem er með 600 þús. kr. á mánuði. Þetta fólk greiðir húsaleigubætur til einstaklinga sem eru með 200 þús. kr. á mánuði. Þetta fólk greiðir námslánin og niðurgreiðslurnar á þeim til einstæðu móðurinnar í háskólanum sem er með yfir 200 þús. kr. í ráðstöfun á mánuði. Hvernig væri að taka upp kerfi sem væri félagslegt, herra forseti, en ekki þannig að við séum með oftryggingar og ofbætur út um allt?