Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 15:27:05 (5846)

2001-03-15 15:27:05# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Það er spurning hvort ég fengi lán fyrir því öllu. Auðvitað hefur það hingað til verið þokkalegt. Ég tala ekki um fyrir félagasamtök. Það hefur líka verið arðbært fyrir marga sem hafa átt margar íbúðir. Sveitarfélögin hafa þurft að stóla á þann leigumarkað að framleigja íbúðir af fólki sem á margar íbúðir og heilu blokkirnar. Ég sé heldur ekkert að því að lífeyrissjóðirnir mundu byggja nokkrar blokkaríbúðir eða stakar íbúðir og leigðu þær.