Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 15:28:30 (5848)

2001-03-15 15:28:30# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., GÖ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[15:28]

Guðrún Ögmundsdóttir (andsvar):

Herra forseti. Það hefur verið þannig að svokallaðir jaðarhópar hafa yfirleitt verið hjá sveitarfélögunum, þeir hópar sem hafa verið bæði taldir verst farnir og hafa hugsað verst um húsnæðið. Það eru til alveg hrikalegar sögur af því. Ég ætla ekki að fara að segja þær hér í sölum Alþingis. Það hefur þá verið í húsnæði á vegum sveitarfélaganna. Auðvitað er það svo að einhvert örlítið brot af þessum jaðarhópum leigja á hinum frjálsa markaði en það er yfirleitt ekki nema í mjög stuttan tíma. Nú ég hélt að íbúðareigendur gætu reynt að tryggja sig eftir bestu getu. (Gripið fram í.) Geta það ekki --- þá er spurning hvort ekki þurfi að skoða slíkt. (Gripið fram í.) Nákvæmlega. Hv. þm. Pétur H. Blöndal, það þarf að skoða það. Og það þarf að skoða hvernig við getum gert það arðvænlegt fyrir lífeyrissjóðina að fjárfesta. (Gripið fram í.) Ég á við að það sé a.m.k. þannig að fólk þurfi ekki að greiða offjár í mánaðarleigu þannig að það ætti borð fyrir báru með örlítinn afgang handa börnum sínum.