Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 16:04:11 (5855)

2001-03-15 16:04:11# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[16:04]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Lífeyrissjóðirnir yrðu að sjálfsögðu að eiga þessi 10%. Það er það sem vantar. Íbúðalánasjóður hefur peninga til að lána 90%. Það sem vantar er einhver sem vill leggja 10% í púkkið til að koma upp leiguíbúðinni og reka hana. Félagsbústaðir eru í fínu formi til að reka slíkar leiguíbúðir sem verktakar.

Ég mun í seinni ræðu minni fara yfir fleiri atriði og bera það til baka sem hv. þm. var að segja um húsnæðiskerfið.