Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 16:07:34 (5857)

2001-03-15 16:07:34# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[16:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég ætla að bíða eftir lokaræðu hv. þm.

En svo ég svari því sem ég gleymdi áðan þá tel ég ekki að ástæða sé til þess að afgreiða tillöguna í því formi sem hún er. En ég var að fagna þeim anda sem er í henni og þeim tilgangi sem í henni er sem ég tel góðra gjalda verðan. En þarna eru atriði sem ég get ekki fallist á í hernaðaráætluninni eða vinnuáætluninni.

Ég er að tala um prósentur af stofnverði hverrar íbúðar. Þetta er allt á umræðustigi og rétt er að hafa það með öllum fyrirvörum. Þetta eru þeir kostir sem við höfum verið að velta á milli okkar, hvað geti gagnast best leigjendum til að mæta hækkuðum vöxtum.

Síðan er illu heilli sá samningur sem fyrirrennari minn gerði um skattlagningu húsaleigubótanna. Ég tel að það sé atriði sem sé aðgengilegt og ætti að vera aðgengilegra fyrir ríkissjóð. En samningur er samningur og til þess vitna þeir fjármálaráðuneytismenn.