Framboð á leiguhúsnæði

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 16:36:05 (5863)

2001-03-15 16:36:05# 126. lþ. 91.3 fundur 512. mál: #A framboð á leiguhúsnæði# þál., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[16:36]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Ég er reglulega stoltur af fortíð minni í þessu efni. Það er hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir sem er að reyna að rugla fólk í ríminu.

Tölurnar sem ég las upp áðan fékk ég í morgun frá Gísla Gíslasyni, starfsmanni Íbúðalánasjóðs. Einnig er rétt að hafa í huga varðandi viðbótarlánin að þeir íbúðareigendur sem hafa fengið þau fá samtímagreiddar vaxtabætur. Varðandi það hvort 5,7% eru óeðlilega háir vextir þá er rétt að taka fram að við búum við það að óverðtryggð skuldabréfalán bera 18% vexti og verðtryggð skuldabréfalán bera 12% vexti.