Langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda

Fimmtudaginn 15. mars 2001, kl. 17:31:51 (5878)

2001-03-15 17:31:51# 126. lþ. 91.4 fundur 483. mál: #A langtímaáætlun í öryggismálum sjófarenda# þál., GHall (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 91. fundur, 126. lþ.

[17:31]

Guðmundur Hallvarðsson (andsvar):

Herra forseti. Ég hef fundið góða strauma á milli mín og hv. þm. Lúðvíks Bergvinssonar á fundum samgn. um ýmis góð mál. Ég efa ekki að þegar við sjáumst á haustdögum og setjumst í samgn. þá munum við meta hvernig til hefur tekist, hvað fram undan er og hvort þörf sé á frekara fjármagni, þá munum við auðvitað standa saman um það.

Ég vildi svo aðeins segja að það er þó eitt sem sker á milli mín og hans í þessu máli, þ.e. að hann vonast til að nýr samgrh. verði kominn eftir þetta kjörtímabil og þar skilja leiðir okkar. Ég tel að svo muni ekki verða.