Innflutningur tækja frá gin- og klaufaveikisvæðum

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:29:32 (5934)

2001-03-26 15:29:32# 126. lþ. 97.1 fundur 408#B innflutningur tækja frá gin- og klaufaveikisvæðum# (óundirbúin fsp.), GunnB
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:29]

Gunnar Birgisson:

Virðulegi forseti. Ég þakka ráðherra fyrir svörin. En það sem hann kom ekki inn á voru notaðar vinnuvélar, ekki endilega landbúnaðartæki, gröfur, ýtur og annað. Mér er kunnugt um að slík tæki hafi komið til landsins. Ég held að það séu reglur eða aðferðir til að hreinsa þessi tæki áður en þau fara til annarra landa. Ég er aðeins að minna á þetta mál. Það er mjög áríðandi að við getum varist í málinu. Ég held að í þessum tilvikum þurfi að líta mjög vel eftir og horfa á það því að þessi tæki eru kannski komin inn í landið áður en nokkur maður veit af.