Laxeldi í Klettsvík

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:37:28 (5939)

2001-03-26 15:37:28# 126. lþ. 97.1 fundur 409#B laxeldi í Klettsvík# (óundirbúin fsp.), landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:37]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Ég held að það liggi fyrir, það er alla vega fullyrt, að Keikó vantar kvenfélaga þannig að við eigum ekkert samneyti. Vísindamenn í Vestmannaeyjum sem þekkja vel til dýraríkisins og náttúrunnar hafa sagt mér að ein besta leiðin til að losna við Keikó væri að venja undir hann kvenkynið og þá mun hann sigla hamingjusamur á brott.

En þetta er allt gert í fullu samráði við eigendur Keikós sem standa vörð um hann. Þeir munu fallast á að þetta fiskeldi fari þarna í gang í vor. Ég hygg að það sé í byrjun júlí sem þeir ætla að synda með hvalinn á vit hinna nýju ævintýra. Vestmannaeyjabær og allir þeir aðilar sem um málið hafa fjallað telja að þetta sé mögulegt þannig að landbrh. leyfir þessa tilraun í trausti þess að allt standist.