Samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni

Mánudaginn 26. mars 2001, kl. 15:43:49 (5943)

2001-03-26 15:43:49# 126. lþ. 97.1 fundur 410#B samningar Íslandspósts hf. um dreifingu pósts á landsbyggðinni# (óundirbúin fsp.), samgrh.
[prenta uppsett í dálka] 97. fundur, 126. lþ.

[15:43]

Samgönguráðherra (Sturla Böðvarsson):

Herra forseti. Ég hef ekki kynnt mér sérstaklega og vissi ekki um þau bréfaskipti sem hafa átt sér stað á milli þingflokks vinstri grænna og forstjóra Íslandspósts. Ég get ekki tekið afstöðu til þeirra fyrr en ég hef farið ofan í það mál eins og það liggur fyrir. Ég held að það hljóti að vera eðlilegt að þeir eftirlitsaðilar sem eiga að sinna eftirliti annars vegar með þjónustunni, þ.e. Póst- og fjarskiptastofnun og hins vegar samkeppnisyfirvöld, fái upplýsingar vegna samkeppnisþátta í rekstri þessa fyrirtækis. Að öðru leyti get ég ekki svarað um þetta mál fyrr en ég hef kynnt mér hvernig því er háttað og á hvaða forsendum svarið frá Íslandspósti hefur verið lagt upp.