Breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:09:14 (6013)

2001-03-27 14:09:14# 126. lþ. 98.3 fundur 445. mál: #A breyting á XI. viðauka við EES-samninginn (fjarskiptaþjónusta)# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 126. lþ.

[14:09]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar, nr. 91/2000, um breytingu á XI. viðauka við EES-samninginn, en viðaukinn fjallar um fjarskiptaþjónustu.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að staðfesta ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingu á XI. viðauka. Með samþykkt tilskipunar 2000/31/EB um rafræn viðskipti sem lagt er til að verði felld inn í XI. viðauka EES-samningsins er stefnt að því að móta sameiginlegan lagaramma sem tryggi frjálst flæði þjónustu í upplýsingasamfélagi á Evrópska efnahagssvæðinu.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Einar K. Guðfinnsson og Katrín Fjeldsted.