Breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn (vinnuréttur)

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:10:38 (6014)

2001-03-27 14:10:38# 126. lþ. 98.4 fundur 446. mál: #A breyting á XVIII. viðauka við EES-samninginn (vinnuréttur)# þál., Frsm. TIO
[prenta uppsett í dálka] 98. fundur, 126. lþ.

[14:10]

Frsm. utanrmn. (Tómas Ingi Olrich):

Herra forseti. Ég mæli fyrir nál. um till. til þál. um staðfestingu ákvörðunar sameiginlegu EES-nefndarinnar nr. 97/2000, um breytingar á XVIII. viðauka við EES-samninginn, en viðaukinn fjallar um öryggi og hollustuhætti á vinnustöðum, vinnurétt og jafnrétti kynjanna.

Með þáltill. er leitað heimildar Alþingis til staðfestingar á ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar um breytingar á XVIII. viðauka. Með samþykkt tilskipunar 1999/63/EB, sem lagt er til að verði felld inn í XVIII. viðauka EES-samningsins, er stefnt að því að setja lágmarksreglur um skipulag vinnutíma á farskipum en hingað til hafa farmenn verið undanþegnir vinnutímaákvæðum ESB.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt.

Undir nál. rita Tómas Ingi Olrich, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Jón Kristjánsson, Rannveig Guðmundsdóttir, Árni R. Árnason, Steingrímur J. Sigfússon og Jónína Bjartmarz.