Kísilgúrverksmiðja við Mývatn

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 14:47:59 (6022)

2001-03-27 14:47:59# 126. lþ. 99.1 fundur 510. mál: #A kísilgúrverksmiðja við Mývatn# (sala á eignarhlut ríkisins) frv., EKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[14:47]

Einar K. Guðfinnsson (andsvar):

Virðulegi forseti. Af því mér sýnist söguleg stund vera að renna hér upp, ég held að það sé í fyrsta skipti í Íslandssögunni að vinstri grænir séu bókstaflega að leggja til einkavæðingu, þá vildi ég bara árétta að það sjónarmið er komið hér fram. Að öðru leyti er minni hlutinn, þ.e. þingmaður Vinstri grænna samþykkur því að stefna beri að sölu á hluta ríkissjóðs í Kísiliðjunni hf. við Mývatn. Það er ástæða til að fagna því sjónarmiði og ég árétta að ég held að þetta hljóti að vera í fyrsta skipti í Íslandssögunni að sjónarmið af þessu tagi eru borin fram af þeim merka flokki hér í þingsölum.