Barnaverndarlög

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 17:07:10 (6042)

2001-03-27 17:07:10# 126. lþ. 99.2 fundur 572. mál: #A barnaverndarlög# (heildarlög) frv., félmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[17:07]

Félagsmálaráðherra (Páll Pétursson) (andsvar):

Herra forseti. Það mætti alveg eins segja að það væri þá freistandi fyrir sveitarfélag sem er með innan sinna vébanda barn eða börn sem eru mjög kostnaðarsöm fyrir sveitarfélagið að reyna að koma þeim af sér, koma þeim út úr sveitarfélaginu og losna við þau úr sveitarfélaginu.

Ég man eitt dæmi þess sem hefur komið til minna afskipta eða mér var greint frá. Það var fólk sem flutti úr Kópavogi í annað sveitarfélag langt í burtu og átti þar lögheimili í nokkra mánuði, en það sveitarfélag varð fyrir feiknamiklum kostnaði vegna þessara gesta sem stoppuðu stutt.