Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 18:55:47 (6061)

2001-03-27 18:55:47# 126. lþ. 99.4 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[18:55]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Hv. þm. velti fyrir sér hvort frv., ef að lögum verður, um eftirlit með virkum eignarhlutum muni gilda um sparisjóðina eins og ég hélt fram í ræðu minni áðan. Þannig er það. Þau munu gilda. Það er sem sagt sjálfstæður lögaðili sem á eignarhlutinn, sem er sjálfseignarstofnunin. Því munu þau lög gilda sem hér hafa verið kynnt og eru til umfjöllunar í hv. efh.- og viðskn., ef að lögum verða, og ég held að það sé líka mjög mikilvægt.

Því sem hv. þm. nefndi annað náði ég ekki nógu vel þannig að ég held að ég verði að biðja hann að koma aftur og ítreka það.