Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 18:56:53 (6062)

2001-03-27 18:56:53# 126. lþ. 99.4 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., JÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[18:56]

Jóhann Ársælsson (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að hafa miklar efasemdir um að frv. sem við erum að tala hér um, breytingu á lagaákvæðum um eftirlit með eigendum virkra eignarhluta í fjármálafyrirtækjum, í samhengi við frv. sem við erum annars að fjalla um, geti yfirleitt virkað ef menn líta þannig á að það gangi að menn hafi öll ráð í hendi sér sem eiga einungis örlítinn eignarhlut í sparisjóðum eins og þessum hér. Hvað munu þá hinir segja þegar á að fara að skipta sér af þeim ef þeir eiga einhver 10% eða svo?

Hitt sem ég var að spyrja um var það að þeir sem eiga þennan litla eignarhlut og hafa öll þessi völd munu geta selt þennan litla eignarhlut og völdin með og fengið fyrir sinn litla eignarhlut í þeim hlutafélögum sem hér er verið að tala um að búa til kannski miklu hærri fjárhæð en hluturinn segir til um vegna þeirra valda sem fylgja honum.