Viðskiptabankar og sparisjóðir

Þriðjudaginn 27. mars 2001, kl. 18:58:03 (6063)

2001-03-27 18:58:03# 126. lþ. 99.4 fundur 567. mál: #A viðskiptabankar og sparisjóðir# (breyting sparisjóðs í hlutafélag) frv., viðskrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 99. fundur, 126. lþ.

[18:58]

Viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það er þetta með hver á hvað. Ég segi það aftur við hv. þm.: Hver á að fara með þennan eignarhlut ef ekki þeir sem eru þó stofnfjáreigendur? Við höfum bókstaflega ekki aðra útgönguleið ef við viljum yfirleitt breyta lögum um sparisjóði og gera þeim mögulegt að eiga möguleika í þeirri hörðu samkeppni á fjármagnsmarkaðnum.

Ég tel eðlilegt að hv. þm. og aðrir hafi efasemdir um málið og um þetta atriði en ég hef ekki heyrt að nokkur hafi getað bent á betri leið til þess að ná fram því markmiði sem ég held að við öll eða allflest stefnum að í sambandi við frv.