Verð á mölun steinefna fyrir Vegagerðina

Miðvikudaginn 28. mars 2001, kl. 13:51:31 (6080)

2001-03-28 13:51:31# 126. lþ. 101.2 fundur 536. mál: #A verð á mölun steinefna fyrir Vegagerðina# fsp. (til munnl.) frá samgrh., Fyrirspyrjandi GunnB
[prenta uppsett í dálka] 101. fundur, 126. lþ.

[13:51]

Fyrirspyrjandi (Gunnar Birgisson):

Virðulegi forseti. Spurning mín til hæstv. samgrh. er eftirfarandi:

,,Hvernig hefur verð á mölun steinefna þróast eftir að mölunarsamstæða Vegagerðarinnar var seld fyrir þremur árum og öll mölunarverkefni fyrir Vegagerðina voru boðin út?``

Ástæða þessarar spurningar er sú fullyrðing hæstv. ráðherra fyrir um það bil mánuði í fyrirspurnatíma að Vegagerðinni væri nauðsynlegt að hafa einn flokk, eigin flokk, í hverri tegund vegagerðar. Við vorum þá að ræða um klæðingar.

Nú var þessi samstæða seld og mig fýsir að vita hver verðþróunin hafi verið eftir að hún var seld því að Vegagerðin á ekki slík tæki lengur. Í svari hæstv. ráðherra kom fram að sökum fákeppni væri þetta nauðsynlegt og þetta væri til að hafa stjórn á verðinu.

Ég bíð eftir svari hæstv. ráðherra.