Grunnskólar

Mánudaginn 02. apríl 2001, kl. 16:12:52 (6224)

2001-04-02 16:12:52# 126. lþ. 103.1 fundur 450. mál: #A grunnskólar# (útboð á skólastarfi) frv., ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 103. fundur, 126. lþ.

[16:12]

Þorgerður K. Gunnarsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég verð víst að fara að hlusta eitthvað betur. Mér fannst hv. þm. Einar Már Sigurðarson ekki svara spurningu minni. Er hann sammála mér í því að nauðsynlegt sé, svo virtist reyndar vera, að færa skólann enn nær foreldrunum? Við erum öll sammála um það, gæti ég trúað, hér inni. En er hann sammála mér í því að ef hægt væri að færa grunnskólann nær foreldrunum, m.a. í gegnum svona útboð eins og á sér stað í Hafnarfirði, þá ætti að gera það? Er hv. þm. sammála því að við færum þessa þætti sem er verið að bjóða út í Hafnarfirði til foreldranna, bæði rekstur skóla og kennsluhættina? Ég vænti þess að hv. þm. Einar Már Sigurðarson geti svarað mér því þegar hv. þm. Guðmundur Árni Stefánsson er búinn að fræða hann um hvað hann eigi að segja.