Dómstólar

Þriðjudaginn 03. apríl 2001, kl. 17:04:43 (6283)

2001-04-03 17:04:43# 126. lþ. 104.27 fundur 415. mál: #A dómstólar# (skipun hæstaréttardómara) frv., dómsmrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 104. fundur, 126. lþ.

[17:04]

Dómsmálaráðherra (Sólveig Pétursdóttir) (andsvar):

Herra forseti. Ég vil fá að nota þetta tækifæri, út af orðum hv. þm., til að minna á og ítreka að 1. flm. þessa frv., hv. þm. Lúðvík Bergvinsson, sem mælir fyrir þessu frv. fyrir hönd þingmanna Samfylkingarinnar, óskaði eftir viðveru minni við þetta mál. Hann óskaði jafnframt eftir því að ég lýsti sjónarmiðum mínum í sambandi við málið. Það hef ég nú gert en hef jafnframt sagt, það sem liggur í hlutarins eðli, að þetta frv. fer til hv. allshn. og fær þar viðhlítandi umfjöllun þar sem menn geta sett fram sín sjónarmið.