Þingsályktunartillaga um Þjóðhagsstofnun

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 10:47:49 (6364)

2001-04-05 10:47:49# 126. lþ. 107.91 fundur 454#B þingsályktunartillaga um Þjóðhagsstofnun# (aths. um störf þingsins), Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[10:47]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Forseti vill aðeins ítreka það að þeir forsætisnefndarmenn sem náðist til í gær út af þessu máli voru sammála um að halda sig við starfsáætlun vikunnar. Það er kannski rétt að það komi fram að þeir forsætisnefndarmenn voru bæði stjórnarsinnar og stjórnarandstæðingar.

Hins vegar var boðið upp á það að ef flutningsmenn vildu endilega ræða þetta mál í einhverju formi í þessari viku gætu þeir fengið hálftíma utandagskrárumræðu á morgun, föstudag. Það boð stendur.