Vextir og verðtrygging

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 15:29:20 (6426)

2001-04-05 15:29:20# 126. lþ. 107.11 fundur 566. mál: #A vextir og verðtrygging# (heildarlög) frv., utanrrh. (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[15:29]

Utanríkisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (andsvar):

Herra forseti. Jú, vissulega er rétt að vinnan skiptir öllu máli. En við verðleggum fyrst og fremst íslensku krónuna með athöfnum okkar og framferði og hvernig við högum okkur í þjóðfélaginu, hvort við eyðum miklu, hvort við spörum, hvort við sýnum ráðdeild í ríkisbúskapnum og hvort okkar atvinnulíf gengur vel. Allt eru þetta þau atriði sem skipta sköpum um hvers virði íslenska krónan er. Og þó að við viljum að það sé einhvern veginn öðruvísi þá verður það ekki öðruvísi. Verðgildi íslensku krónunnar ræðst á þessum markaði okkar eigin athafna og gerða. Ég sé ekki að hægt er að breyta því.