Atvinnuréttindi útlendinga

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 17:47:39 (6460)

2001-04-05 17:47:39# 126. lþ. 107.15 fundur 624. mál: #A atvinnuréttindi útlendinga# (heildarlög) frv., MÁ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[17:47]

Mörður Árnason (andsvar):

Ég fagna því, virðulegur forseti, að við félmrh. erum að nálgast á þessu sviði, en kannski væri þá ástæðan mest til þess að ráðuneytið sjálft sæi fyrir upplýsingastarfsemi til atvinnurekenda um það gagn sem þeir og launamenn hefðu af því að setja á stofn eða taka þátt í svona námskeiðum og þá möguleika sem fengjust til að reka þau af því fé sem á að fara í starfsmenntun. Því vissulega er þetta starfsmenntun þó með öðrum hætti sé en venjulega á við.