Persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 19:10:08 (6482)

2001-04-05 19:10:08# 126. lþ. 107.19 fundur 627. mál: #A persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga# (EES-reglur) frv., GÖ
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[19:10]

Guðrún Ögmundsdóttir:

Virðulegur forseti. Hæstv. dómsmrh. hefur mælt fyrir frv. til laga um breytingu á lögum um persónuvernd og meðferð persónuupplýsinga. Þetta byggist fyrst á samningnum um Evrópska efnahagssvæðið og tilskipunum frá Evrópuráðinu og slíku. Það verður afar fróðlegt að fara yfir þetta í allshn. Þegar við unnum lögin um persónuvernd, sem var afar ánægjuleg vinna og farið vel ofan í hlutina og góðar umræður, þá var einmitt talsvert rætt um þennan andmælarétt og er mjög gott að sjá það hér. Ég býst við því að hæstv. allshn. kalli til sín aðila eins og Persónuverndina og Hagstofuna og fleiri til þess að fara yfir málið. Vonandi fáum við gagnlegar umræður úr því, því við vorum að sjá þetta fyrst í dag.