Suðurlandsskógar

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 19:48:12 (6496)

2001-04-05 19:48:12# 126. lþ. 107.23 fundur 589. mál: #A Suðurlandsskógar# (starfssvæði) frv., landbrh.
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[19:48]

Landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson):

Hæstv. forseti. Vegna spurningar hv. þm. þykir mér rétt að upplýsa að það hefur verið rætt. Það var ákvörðun Alþingis að veita ákveðið fjármagn til skógræktar utan Héraðsskógasvæðisins, niður á firðina og niður í Austur-Skaftafellssýslu. Þar kæmi auðvitað til einhverra uppskipta og yrði að ná samkomulagi um það atriði. Að öðru leyti snýst þetta frv. ekki um annað fjármagn á þessu ári en það sem er í fjárlögum. En framtíðarinnar er að þetta verður eitt sameiginlegt svæði og auðvitað mun þetta nýja kjördæmi leita eftir stuðningi sem ein heild í gegnum Suðurlandsskógana.