Aukatekjur ríkissjóðs

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 20:29:54 (6507)

2001-04-05 20:29:54# 126. lþ. 107.31 fundur 687. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (starfsemi utanríkisþjónustu o.fl.) frv., PHB (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[20:29]

Pétur H. Blöndal (andsvar):

Herra forseti. Það er aðeins eitt lítið atriði sem ekki kemur fram í frv. og ég hef nefnt áður. Það er leyfi til að stofna hlutafélög sem að mínu mati er skattur á nýsköpun, 75 þús. kr. fyrir einkahlutafélag og 150 þús. kr. fyrir hlutafélag að mig minnir. Hvenær hyggst hæstv. fjmrh. breyta þessu gjaldi þannig að það standi undir kostnaði en sé ekki tekjulind fyrir ríkissjóð? Mér finnst alveg ástæðulaust að ríkissjóður sé að skattleggja nýsköpun.