Aukatekjur ríkissjóðs

Fimmtudaginn 05. apríl 2001, kl. 20:35:21 (6511)

2001-04-05 20:35:21# 126. lþ. 107.31 fundur 687. mál: #A aukatekjur ríkissjóðs# (starfsemi utanríkisþjónustu o.fl.) frv., fjmrh.
[prenta uppsett í dálka] 107. fundur, 126. lþ.

[20:35]

Fjármálaráðherra (Geir H. Haarde):

Herra forseti. Ég man vel eftir þessari þál. sem ég hygg að hv. þm. hafi sjálfur haft frumkvæði að að flytja hér. Ég þakka honum fyrir að rifja hana upp og ég skal fara að ábendingum hans og kanna hvar það mál er á vegi statt.

En ég skal jafnframt játa að ég hef ekki leitt hugann að þessari þál. síðan við ræddum aukatekjur ríkissjóðs síðast sem hefur sennilega verið á síðasta eða næstsíðasta þingi. En ég mun skoða það mál.