Seðlabanki Íslands

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 12:06:12 (6526)

2001-04-06 12:06:12# 126. lþ. 108.18 fundur 675. mál: #A Seðlabanki Íslands# (heildarlög) frv., MF (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[12:06]

Margrét Frímannsdóttir (andsvar):

Virðulegi forseti. Auðvitað er hægt að hafa það gegnsætt þó að staðan sé auglýst og fram fari faglegt mat á umsækjendum. Sem betur fer þekkjast líka dæmi um hitt, að vel sé staðið að málum þegar staða er auglýst.

Ég kem enn og aftur til að lýsa þeirri skoðun minni að mikilvægt sé að sú breyting eigi sér stað á þinginu að við getum horft fram á lengri tíma áætlanir í fjármálum. Þar tel ég ekki endilega við ríkisstjórnir að sakast. Það hefur ekki síður, eins og hæstv. forsrh. kom inn á, verið afar erfitt að beita aga og láta þær áætlanir sem þó hafa verið gerðar haldast.