Seðlabanki Íslands

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 12:11:27 (6529)

2001-04-06 12:11:27# 126. lþ. 108.18 fundur 675. mál: #A Seðlabanki Íslands# (heildarlög) frv., ÖJ (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[12:11]

Ögmundur Jónasson (andsvar):

Herra forseti. Það er rétt að auglýsing er engin trygging fyrir faglegri ráðningu. Ég er aftur á móti að velta fyrir mér því hvort ekki sé rétt að við reynum að breyta afstöðu okkar til þessara mála, að þeir sem ráða seðlabankastjóra láti af þeirri venju sem hér hefur skapast að lofa tilteknum einstaklingum stöðurnar fyrir fram, stöðurnar séu auglýstar, öllum gefinn kostur á að sækja um þessar stöður og síðan sé í ljósi þeirra umsókna sem berast reynt að ráða hæfasta einstaklinginn. Ég veit að þetta hefur verið á þann hátt sem hæstv. forsrh. lýsir. Ég er að hvetja til þess að teknir verði upp nýir og breyttir hættir. Væri það ekki eðlilegra og að við hættum þá jafnframt að plata fólk?