Samningur um bann við notkun jarðsprengna

Föstudaginn 06. apríl 2001, kl. 16:39:22 (6601)

2001-04-06 16:39:22# 126. lþ. 108.32 fundur 261. mál: #A samningur um bann við notkun jarðsprengna# frv., Frsm. ÞKG
[prenta uppsett í dálka] 108. fundur, 126. lþ.

[16:39]

Frsm. allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá hv. allshn. um frv. til laga um framkvæmd samnings um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og eyðingu þeirra.

Með frv. er verið að fullnægja skuldbindingum Íslands samkvæmt samningi um bann við notkun, birgðasöfnun, framleiðslu og flutningi jarðsprengna gegn liðsafla og um eyðingu þeirra sem samþykktur var í Ósló 18. september 1997. Mælir allshn. einróma með því að frv. verði samþykkt óbreytt.