Ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:09:27 (6615)

2001-04-23 15:09:27# 126. lþ. 109.1 fundur 465#B ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs# (óundirbúin fsp.), ÖJ
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:09]

Ögmundur Jónasson:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. utanrrh. fyrir svar hans. Ég er honum hjartanlega sammála um að mikilvægt væri að koma á alþjóðlegri gæslu á þessu svæði. Ég ítreka tilmæli mín um að íslensk stjórnvöld láti ekki sitt eftir liggja til að stuðla að því að friður komist á á þessum slóðum og ofbeldinu linni.