Staða starfsnáms

Mánudaginn 23. apríl 2001, kl. 15:27:07 (6628)

2001-04-23 15:27:07# 126. lþ. 109.1 fundur 468#B staða starfsnáms# (óundirbúin fsp.), JB
[prenta uppsett í dálka] 109. fundur, 126. lþ.

[15:27]

Jón Bjarnason:

Herra forseti. Ég þakka hæstv. menntmrh. svörin. Ef það er ljóst að nú liggur fyrir hverjir eru viðbótaráfangar til stúdentsprófs fyrir allar þessar starfsnámsbrautir þá fagna ég því ef svo er eins og hann upplýsir þannig að ekki þurfi lengur að vera í vafa.

Hins vegar verð ég að vekja athygli á því, herra forseti, að okkur berast stöðugar fregnir af því og reyndar fáum við gjörla að vita af því í störfum okkar í fjárln. að einmitt þetta verknám, þessi verklegi hluti námsins víða um land býr við fjárskort og hann býr við athyglisskort.

Ég leyfi mér því að spyrja, herra forseti: Liggja fyrir áætlanir hæstv. menntmrh. um að styrkja þetta verklega nám með auknum fjárveitingum? Í öðru lagi: Hvenær liggja fyrir nýjar skilgreiningar fyrir starfsnámsbrautir framhaldsskóla eins og kveðið er á um að skuli unnar?