Umræða í sjávarútvegsnefnd um brottkast

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 13:48:19 (6693)

2001-04-24 13:48:19# 126. lþ. 110.91 fundur 478#B umræða í sjávarútvegsnefnd um brottkast# (aths. um störf þingsins), Forseti HBl
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[13:48]

Forseti (Halldór Blöndal):

Vegna þeirra tilmæla sem beint var til forseta vill hann taka fram að auðvitað er ekki við öðru að búast á þessum tíma en að fjölmörg mál liggi fyrir í þingnefndum. Við því er einnig að búast að mál verði ekki afgreidd úr þingnefndum fyrr en þau eru fullunnin enda sé vel unnið í nefndum.