Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 16:04:19 (6719)

2001-04-24 16:04:19# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Forseti GuðjG
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[16:04]

Forseti (Guðjón Guðmundsson):

Hv. 6. þm. Reykn. er sjóaður þingmaður og fyrrv. ráðherra og honum er fullkunnugt um að það er mjög algengt við 2. umr. mála að formaður viðkomandi nefndar fylgi málinu eftir í þinginu. Formaður allshn. er hér staddur. Vel má vera að hv. þingmenn geti haft skoðanir á því að þetta ætti að vera einhvern veginn öðruvísi. En svona hefur þetta einfaldlega verið árum saman. Við getum tekið þá umræðu upp í forsn. hvort menn vilji breyta þessu og gera aðrar kröfur til hæstv. ráðherra.