Almenn hegningarlög

Þriðjudaginn 24. apríl 2001, kl. 18:18:20 (6747)

2001-04-24 18:18:20# 126. lþ. 110.18 fundur 313. mál: #A almenn hegningarlög# (fíkniefnabrot) frv. 32/2001, Frsm. meiri hluta ÞKG (andsvar)
[prenta uppsett í dálka] 110. fundur, 126. lþ.

[18:18]

Frsm. meiri hluta allshn. (Þorgerður K. Gunnarsdóttir) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil þakka hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur fyrir þetta innlegg og þessa ábendingu. Eins og hv. þm. gat réttilega um gerðist þetta fyrir mína tíð í þinginu. Mér skilst að vinna þessarar nefndar sé enn í gangi. Hún hefur af einhverjum ákveðnum orsökum dregist en mér eru því miður ekki kunnar þær orsakir en Sigurður Tómas Magnússon héraðsdómari leiðir þá vinnu. Ég tel sjálfsagt að leita eftir því hjá hæstv. dómsmrh. hvar þessi athugun standi. Sú vinna kemur örugglega til með að hjálpa okkur, bæði í allshn. og á hinu háa Alþingi, til að stuðla að enn betri löggjöf til að fást við þá erfiðu brotaflokka sem hv. þm. nefndi.